Skip to main content

Leitað að tveimur austfirskum milljónamæringum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. mar 2019 11:17Uppfært 15. mar 2019 11:17

Íslensk getspá, rekstraraðili Lottós, leitar að tveimur vinningshöfum sem keyptu miða sína á Austurlandi en hafa ekki enn vitjað vinninga að andvirði 30 milljóna króna.


Fyrri miðinn var seldur í Dalbotni á Seyðisfirði og dreginn út 7. júlí 2018. Á hann kom vinningur upp á 25,4 milljónir króna. Vinningstölurnar voru 2 – 9 – 24 – 25 – 35 með bónustöluna 19, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Seinni miðinn var dreginn út þann 2. mars síðastliðinn. Sá var keyptur í N1 á Egilsstöðum og fékkst á hann vinnur upp á rúmar fjórar milljónir króna.

Vinningstölurnar voru 4 – 8 – 17 – 21 – 29 og bónustalan sem fyrr 19.