Líf og fjör á jólamarkaði Dalahallarinnar

Hinn árlegi jólamarkaður æskulýðsdeildar hestamannafélagsins Blæs í Norðfirði var haldinn í Dalahöllinni á Norðfirði síðastliðinn sunnudag, en segja má að hann marki upphaf jólaundirbúningsins í Fjarðabyggð.


Anna Berg Samúelsdóttir, ritari hestamannafélagsins Blæs segir að töluverð aukning hafi verið í ár, bæði í þátttöku söluaðila sem og fjölda gesta.


„Það er alls ekki amalegt að lengja sunnudagsrúntinum smávegis og mæta í Dalahöllina og hefja jólaundirbúningin með komu í markaðinn. Fólk kom allstaðar að af fjörðunum sem og frá öðrum nærliggjandi svæðum. Það megum við væntanlega þakka bættum samgöngum með tilkomu Norðfjarðargangnanna,“ segir Anna Berg.

Anna Berg segir að margir glæsilegir sölubásar hafi verið á markaðnum og að flestir gestanna hafi fundið eitthvað við sitt hæfi, en þar var hægt að versla allt frá handprjónuðum böngsum í reykta villibráð, gæs og hreindýr.

„Konurnar sem standa að baki markaðnum eru þær sem stýra æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Blæs og eiga þær hrós skilið fyrir vel unnið verk og flottan markað. Það er ljóst að jólamarkaðurinn er komin til að vera enda er hann ein mikilvægasta fjáröflun æskulýsnefndar hestamannafélagsins,“ segir Anna Berg.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.