Lína Langsokkur er táknmynd hinnar sterku stelpu

Æfingar á Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren eru nú í fullum gangi hjá Leikfélagi Fljótdalshéraðs. Það fer að líða að frumsýningu en hún verður 5. Október.

 

Leikfélagið réð til sín Jóel Sæmundsson leikari og leikstjóra til að stýra þessu verkefni í höfn. Jóel hefur mikla reynslu af leiklist og leikstjórn og flestu ættu að muna eftir honum í hlutverki Hellisbúans.

Hann segir að Lína sé frábært verk og eigi alltaf við. „Lína hefur verið og táknmynd sterkrar stelpu í áratugi sem hefur sýnt að maður eigi að vera óhræddur sama hvað verður á vegi manns og vera til búin að tækla það,“ segir leikstjórinn. 

Hann sagðist hafa fengið hringingu frá leikfélaginu sem bauð honum að koma og leikstýra og hann var ekki lengi að segja já við því. Það er stutt í frumsýningu, hún verður 5. nóvember og segir Jóel allt ganga samkvæmt áætlun. „Þetta gengur bara mjög vel. Þetta er svo flottur hópur og mikill metnaður í öllum stöðum. Það voru allir komnir af handriti og búnir að læra textann sinn eftir tíu daga. Það er algjör draumur, “ segir Jóel.

Hann bætir við að hann komi fram við þau eins og þau séu atvinnumenn og þetta sé það eina sem þau eru að gera á daginn. Hann segir að reynslan sé flott hjá hópnum. „Við erum með eina tólf ára og svo eru flestir yfir 18 ára í leikhópnum og svo auðvitað dreifðara aldursbil í öllu hinu sem tengist uppfærslunni enda margir hnútar sem þarf hnýta. Eins og búningar, leikmynd, markaðsmál og allskonar,“ bætir hann við. 

„Hópurinn er svo skemmtilegur og mætir enn þrátt fyrir hversu skrýtinn ég er,“ segir Jóel að lokum og hlær. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.