Skip to main content

Megahelgi framundan!

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. jún 2017 11:37Uppfært 02. jún 2017 11:37

Listahátíðin Sumar í Havarí verður formlega sett á laugardaginn og dagskráin um helgina verður hin glæsilegasta. Segja má að fjórðungurinn allur iði af lífi og skemmtilegheitum um helgina. 



Myndlistarkonan Sara Riel sýningu á verkum sínum í Havarí á morgun, en sýningin ber heitið Marvera og inniheldur myndir úr draumkenndum heimi undir sjávarmáli. Annað kvöld stígur Stephan Stephensen á svið á sama stað, betur þekktur sem President Bongo, einn fremsti og afkastamesti tilraunalistamaður þjóðarinnar og vinnur á mörkum tónlistar, hönnunar, ljósmyndunnar og frjálsra sviðslita. Þungarokkshljómsveitin DIMMA lokar svo helginni með tónleikum á sunnudagskvöldið, en sveitin sendir frá sér plötuna Eldraunir í maí. Hér má nánar fylgjast með dagskránni í Havarí. 

DIMMA verður með tónleika í Valaskjálf laugardaginn 3 júní. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Pétur Jóhann Sigfússon stígur á stokk á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði um helgina með sýninu sína Pétur Jóhann Óheflaður. Hann verður í Herðubreið á Seyðisfirði á laugardagskvöldið og í Skrúð á Fáskrúðsfirði á sunnudagskvöldið.

Stelpugolf, samstarfsverkefni GSÍ og PGA verður haldið á Kolli, golfvellinum á Reyðarfirði á mánudaginn, annan í Hvítasunnu milli klukkan 11:00 og 14:00. Stelpugolf er nú haldið á fimm stöðum á landinu og þar á meðal eru golfklúbbarnir hér fyrir austan með í vekrkefninu. Markmið verkefnisins er að fá fleiri stelpur á öllum aldri til að prófa golfið. Hér má sjá umfjöllun um viðburðinn.

Mikið húllumhæ verður á Reyðarfirði á morgun, þegar Barnadagurinn verður haldinn á vellinum við grunnskólann. Hér má sjá umfjöllun um viðburðinn.