Neisti 100 ára: Óska eftir sögum, ljósmyndum og gömlum munum

Ungmennafélagið Neisti fagnar 100 ára afmæli í ár og verður tímamótunum fagnað í lok febrúar. Af því tilefni biðlar undirbúningsnefndin til fyrrverandi og núverandi félagsmanna að senda myndir, sögur, gamla búninga, gamla muni og annað sem tengist Neista og gaman væri að sýna og segja frá í afmælisveislunni. Einnig kallar nefndin eftir nafni á nýja vallarhúsið.

Vegleg afmælisveisla verður í tilefni 100 ára afmælisins í lok febrúar. „Við óskum eftir sögum, myndum og munum til þess að hægt verði að fagna afmælinu og gera sögu félagsins skil með lifandi og skemmtilegum hætti. Þetta fer hægt af stað en þó hefur okkur borist eitthvað smávegis,” segir Hafdís Reynisfdóttir, framkvæmdastjóri Neista.


Nafnið verður opinberað í afmælisveislunni
Neisti fékk afhent vallarhús sem áður var á golfvellinum á Hamri. „Húsið hefur ekkert nafn en „Neistahöllin” er eitthvað sem hefur fest við það. Okkur þótti tilvalið að kalla eftir nöfnum og það besta verður svo opinberað í afmælisveislunni,” segir Hafdís, en tillögur er best að senda gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.