„Nóg pláss fyrir alla sem vilja koma og skemmta sér með okkur”
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. júl 2019 13:54 • Uppfært 02. júl 2019 16:04
Páll Óskar, Sólmundur Hólm, Hreimur Örn Heimisson og Einar Ágúst Víðisson er meðal þeirra sem skemmta gestum á Vopnaskaki sem haldið verður á Vopnafirði um helgina. Dagskráin verður formlega verður fimmtudag og stendur fram á sunnudagskvöld.
„Dagskráin er með nokkuð hefðbundnu sniði en þó er eitthvað nýtt, eins og furðufatahlaup, kassabílarallý og kvöldvaka,” segir Selja Janthong, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.
Vopnaskak er nú haldið í 26 skipti og segir Selja heimamenn vera duglega að taka þátt og að brottflutta að koma heim þessa helgi. „Þátttakan hefur alltaf verið góð og bæjarbúar skreyta hús sín í litum íþróttafélagsins Einherja, gulum, rauðum og bláum. Margir viðburðanna hafa fest sig vel í sessi eins og súpukvöldið á laugardagskvöld. Mikið er um bekkjar- og ættarmót þessa helgi og allir hafa gaman saman. Við erum með þrjú góð tjaldstæði, tvö í bænum og eitt inn í sveit þannig að það er nóg pláss fyrir alla sem vilja koma og skemmta sér með okkur,” segir Selja.
Dagskrána í heild sinni má lesa hér.