Seldu bláber til hjálpar sýrlenskum börnum
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. okt 2018 14:40 • Uppfært 16. okt 2018 10:01
Fjórar ungar stúlkur færðu nýverið Rauða krossinum á Héraði rúmar 13.000 krónur sem þær öfluðu með sölu bláberja fyrir utan matvörubúðir á Egilsstöðum. Upphæðin er ætluð til styrktar sýrlenskum börnum.
Það voru þær Brynhildur Una og Dagbjört Vala Rúnarsdætur og Birgitta Ósk Borgþórsdóttir frá Egilsstöðum, Lindu Guðbjargar Friðriksdóttur úr Rangárþingi eystra sem tíndu berin og seldu.
Þær voru annars vegar með bláber sem þær tíndu í Selskógi og hins vegar aðalbláber úr brekkunum fyrir ofan tjaldsvæðið í Neskaupstað.
Þær seldu berin fyrir utan verslanir Nettó og Bónus á Egilsstöðum. Við Bónus hafi aðeins Íslendingar keypt af þeim ber en ferðamenn og Íslendingar til jafns við Nettó. Þær söfnuðu rúmum 13.000 krónum og komu með í Nytjahús Rauða krossins á Egilsstöðum. Hugmyndina að sölunni fengu þær þegar ákall kom til stuðnings sýrlenskum börnum.
Faðir Brynhildar og Dagbjartar sagði í samtali við Austurfrétt að hæfileikana til berjatínslu sæktu þær til Sigurðar Sveinssonar, afa síns í móður ætt, sem hefði í haust tínt yfir þrjátíu kíló af berjum og selt til mjólkurvinnslunnar Örnu í Bolungarvík.