Símalínum ofar

Veturinn 1951 var líklega einn sá snjóþyngsti á Héraði á síðustu öld. Sumarið 1950 var óþurrkasamt og hey víða af skornum skammti. Guðmundur Jónasson, bílstjóri, kom að sunnan 18. mars á snjóbíl og flutti fóður og hey til bænda. Á Jökuldal ók hann á snjó yfir símalínurnar.


Snjór lá eins og þykk hella yfir allri Hróarstungu. Skjöldur Eiríksson, skólastjóri á Skjöldólfsstöðum, lét varpa heyböggum úr flugvél á hlaðið í Húsey, þar sem hann var með bú. Er það líklega dýrasta fóður sem skepnum hefur verið gefið á Íslandi.

Í Austurglugganum, sem kemur út í dag, er fjallað um harðinda- og snjóaveturinn 1951 og birt afar fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Guðmund Jónasson, sem birtist í Morgunblaðinu eftir að hann kom til baka suður á land úr hinum frækna björgunarleiðangri.

Myndin er af snjóbíl Guðmundar Jónassonar. Verið er að ganga frá varningi á sleða sem notaður var til flutninga aftan í snjóbílnum. Mynd: Ljósmyndasafn Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.