„Þakklátustu áheyrendur sem til eru“

„Ég var búin að gera þetta í nokkur ár með Þórunni Grétu Sigurðardóttur, fara um og spila fyrir eldri borgara og nú er ég aftur komin á stað, reyndar án hennar en með öðrum tveimur snillingum,“ segir söngkonan Erla Dóra Vogler, en hún, Jón Hilmar Kárason gítarleikari og Þórður Sigurðsson píanóleikari munu halda aðventutónleikar fyrir aldraða og sjúklinga í Fjarðabyggð, Seyðisfirði og á Egilsstöðum.


Síldarvinnslan er helsti styrktaraðili tónleikanna, en fyrirtækið kostar tónleikana á Eskifirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði ásamt Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstað. Fljótsdalshérað stendur straum af kostnaði tónleikanna á Egilsstöðum.

„Þetta eru þakkátustu áheyrendur sem til eru, það er ótrúlega gaman að flytja tónlist á þessum stöðum. Tilgangurinn með tónleikunum er fyrst og fremst að gleðja fólk og stuðla að hinni einu sönnu jólastemmningu. Við verðum með skemmtileg jólalög sem ég syng undir gítar- og harmonikuspili,“ segir Erla Dóra.

Þríeykið mun heimsækja dvalarheimili aldraðra, þjónustuíbúðir og sjúkrahús. Tónleikarnir verða haldnir sem hér segir:

Laugardagur 17. desember:

  • Eskifjörður – Hulduhlíð klukkan 16:00
  • Neskaupstaður – Breiðablik klukkan 18:00
Sunnudagur 18. desember:
  • Seyðisfjörður – Heilbrigðisstofnunin klukkan 15:00
  • Egilsstaðir – Hjúkrunarheimilinu Dyngju klukkan 17:00
Þriðjudagur 20. desember:
  • Fáskrúðsfjörður – Uppsalir klukkan 16:00

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.