Tekist á um opnunartíma Stefánslaugar 

Hrundið hefur verið af stað undirskriftarsöfnun til að fá breytt opnunartíma Stefánslaugar í Neskaupstað breytt þannig að framvegis verði opið frá 10-16 á laugardögum í stað 12-18 eins og er. Skiptar skoðanir eru meðal Norðfirðinga um málið.

 

„Sá sem stendur að þessum undirskriftarlista mun væntanlega senda þetta sem áskorun á sveitafélagið. En það þarf ekki undirskriftarlista svo sveitafélagið skoði málið. Við skoðum skoðum allar ábendingar,“ segir Bjarki Ármann íþrótta- og tómstundarfulltrúi Fjarðabyggðar.

Samkvæmt skoðanaskiptum meðal Norðfirðinga á Facebook virðast rökin með breytingum á opnunartímanum vera að fólk vilji komast fyrr í sund, til dæmis með börnin sín, á meðan aðrir vilja halda tímanum óbreyttum, til dæmis svo skíðafólk meðal annars komist í sund eftir að hafa verið upp í fjalli allan daginn.

Bjarki Ármann segir að svipað mál hafi komið upp á Eskirfirði fyrir nokkrum árum og þá hafi það aðalega verið fjölskyldufólk sem hafi verið óánægt með tíman. „Við getum fylgst með hvenær fólk kemur í sund og þar sýndi það sig að flestir voru að um koma kl. 13:00 á laugardögum. Við getum auðvitað haft opið frá 10 til 18 en það kostar sveitafélagið auðvitað meira,“ bætir hann við. 

Stefánslaug í Neskaupstað


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.