„Þetta átti að vera löng og ljót viðureign með einum skelli í lokin”

Í myndbandi sem hljómsveitin Hatari hefur sent frá sér má í baksýn sjá tvo glímukappa takast á í íslenskri glímu. Annar þeirra er Grettisbeltishafinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson frá UÍA.

Hljómsveitin Hatari er komin áfram í úrsslitakeppni Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins þar sem keppt verður um það hver verður fulltrúi Íslands í Eurovison sem haldin verður í Ísrael í maí. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli um allan heim, þá einnig í Ísrael, en sjálfir líta Hatarar á þátttöku sína sem pólitískan gjörning. 

Á fréttavefnum Vísi segir að glímuviðureigin sé þannig til komin að meðlimir Hatara hafi greint frá því í viðtali að réttast væri að skora á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael í glímu. Sögðu þeir að ef þeir myndu tapa eignaðist Ísrael full yfirráð yfir Vestmannaeyjum en ef Hatari vinnur þá fái þeir ótvírætt umboð til að stofna einskonar BDSM-fríríki innan ísraelska ríkisins. Í stað þess að þiggja boð um viðtal hjá ísraelskri sjónvarpsstöð ákváðu þeir að taka upp stutt myndband til Ísraels. Þeir leituðu svo til Glímusambandsins eftir einstaklingum til að leika í myndbandinu

.
Væri til í að fara með til Ísrael

„Ég hafði gaman af því að taka þátt í þessu, þetta eru fínustu drengir,” segir Ásmundur. „Þetta var ekki fagurfræðilega góð glíma, enda átti þetta að vera löng og ljót viðureign með einum skelli í lokin, sem átti að endurspegla það ef að Hataramenn kepptu við Benjamin Netanyahu.”

Sjálfur segist Ásmundur ekki hafa sérstaka skoðun á þátttöku Hatara í keppninni, en segist þó vonast til þess að þeir taki þátt og komi sínum skilaboðum áleiðis. Aðspurður hvort hann endi bara ekki sjálfur á sviðinu í Ísrael segir hann; „Það hefur nú ekki komið til tals ennþá, en ég væri alveg til.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.