Teygjanlegt álag í Skaftfelli

Amanda Riffo er frönsk listakona, sjónlistamaður, sem flutti til Íslands árið 2012 en dvaldi þar áður í gestavinnustofu Skaftfells árið 2008. Í Skaftfelli á Seyðisfirði stendur nú yfir sýning á verkum hennar undir heitinu Teygjanlegt álag. Sýningin var opnuð 9. nóvember og stendur til 5. janúar á næsta ári.


Amanda Riffo nam við the National School of fine Arts í París þar sem hún útskrifaðist með MFA gráðu árið 2002. Hún hefur búið og starfað í Reykjavík frá 2012. Verk hennar hafa verið til sýnis í Evrópu, Japan og Chile síðan 2002. Hún hefur tekið þátt í nokkrum alþjóðlegum listkaupstefnum en einnig samtímalistkaupstefnum um teikningar (Volta Basel (CH); FIAC Paris (FR)) og var þá fulltrúi fyrir Gallery Schirman and De Beaucé í París á tímabilinu 2005-2010.

Sjá meira um sýninguna og listamanninn HÉR.

 

Amanda á vinnustofu sinni í Reykjavík. Ljósmynd: Heiða Helgadóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.