Þjóðleikur í Sláturhúsinu í dag

Fimm leikhópar úr austfirskum grunnskólum taka í dag þátt í leikhússhátíðinni Þjóðleik í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Í ár er tíu ára afmælis Þjóðleiks, sem er leiklistahátíð ungs fólk haldin annað hvert ár á landsbyggðinni í samtarfi við Þjóðleikhúsið. Á lokahátíðinni í dag frumsýna ungir austfirskir leikarar verk eftir þjóðþekkta höfunda sem samið hafa sérstaklega fyrir verkefnið.

Verkin sem sýnd verða í ár eru Tjaldið eftir Hallgrím Helgason, Eftir lífið eftir Sigtrygg Magnason og Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Backmann.

Fimm leikhópar frá Egilsstöðum, Neskaupstað, Reyðarfirði og Seyðisfirði sýna verkin á tveimur leiksviðum í Sláturhúsinu í dag. Hver hópur sýnir tvisvar.

Sýningar hefjast kl. 13:00 og standa yfir til kl. 19:30. Aðgangur er öllum opinn og ókeypis.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.