Skip to main content

Tinna Kristbjörg hlýtur hvatningarverðlaun TAK 2018

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. okt 2018 14:58Uppfært 05. okt 2018 14:59

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir hlaut í vikunni hvatningarverðlaun Tengslanets austfirskra kvenna fyrir árið 2018. Tinna hefur í starfi sínu sem verkefnastjóri hjá Austurbrú greint tölfræði sem skilað hefur áhugaverðum niðurstöðum um stöðu kvenna á Austurlandi.


Verðlaunin eru veitt konu á Austurlandi sem talin er hafa sýnt frumkvæði og áræðni í atvinnulífi, menningu og samfélagi ásamt því að skara fram úr í störfum sínum í þágu kvenna. Einnig liggur í verðlaununum hvatning að halda áfram því góða starfi.

Í rökstuðningi valnefndar segir að Tinna hafi með elju sinni og áhuga stutt við margskonar félgasstörf, íþróttaiðkun og menntun ásamt því að kynna Austurland og stöðu kvenna í tölum og myndum.

Tinna ólst upp á Þórshöfn á Langanesi en kom austur að loknu háskólanámi og starfaði fyrst við Menntaskólann á Egilsstöðum.

Tinna hefur starfað lengi við kennslu og aðstoðað marga við lokaritgerðir og prófundirbúning. Hún hefur mikinn áhuga á tölum og tölfræði sem hafa skilað áhugaverðum niðurstöðum um stöðu kvenna á Austurlandi. Meðal annars flutti hún erindi á ráðstefnum sem sýndi launamun kynjanna á Austurlandi.

Tinna hefur áhuga á mismunandi hreyfingu. Hún stóð að stofnun „Simply Yoga“ og kennirjóga á Egilsstöðum. Hún kom einnig að stofnun Kraftlyftingafélags Austurlands sem nýverið opnaði aðstöðu á Neskaupsstað. Þá er hún mikill göngugarpur og dugleg að ganga á fjöll.

Tinna lætur ekki sitt eftir liggja í skapandi greinum og er virk í stjórn Myndlistafélags Fljótsdalshéraðs ásamt því að mála sjálf.