Vinnur þú með ungmennum og langar í ævintýraferð til Austurríkis?

„Okkur vantar tvo einstaklinga til þess að koma með okkur í þessa ævintýraferð,“ segir Sonja Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Zveskjunnar á Reyðarfirði, sem kallar eftir þátttakendum í Erasmus+ verkefni tengdu æskulýðs- og íþróttastarfi í Austuríki í maí.


Verkefnið sem um ræðir nefnist Just do it og er liður í Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir málefni tengd menntun, æskulýðs- og íþróttastarfi. „Við erum þrjár að fara sem störfum í félagsmiðstöðvum í Fjarðabyggð, en vantar fleiri með okkur. Verkefnið er fyrir 18 ára og eldri og allir þeir sem vinna með börnum og ungmennum hér fyrir austan eru gjaldgengir,“ segir Sonja.

Dvalið verður í Graz í Austurríki dagana 14.-20. maí næstkomandi. „Það koma 26 einstaklingar frá fimm löndum í Evrópu; Austurríki, Makedóníu, Eistlandi, Litháen og Íslandi. Ásamt æskulýðsstarfsmönnum munu ungir hælisleitendur í Austuríki einnig taka þátt í verkefniu og miðla sinni reynslu.

Markmið verkefnisins er að þróa aðferðir og verkfæri fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum og ungmennum til að ná til þeirra sem af einhverri ástæðu eru utanveltu í samfélaginu og eiga við heilsufarsleg vandamál að stríða; svo sem einangrun af einhverju tagi, svo sem félagsleg eða menningarleg, leiði, andleg eða geðræn vandamál, svo eitthvað sé nefnt.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.