31. maí 2019
Líf með litum - Sumarsýning Tryggvasafns
Ný sumarsýning Tryggvasafns í Safnahúsinu í Neskaupstað opnar á morgun laugardag og ber hún heitið Líf með litum. Á sýningunni eru 42 verk og er henni ætlað að gefa gott yfirlit um allan listamannsferil Tryggva Ólafssonar. Elsta myndin á sýningunni er frá árinu 1954, þegar listamaðurinn var 14 ára að aldri, en nýjustu myndirnar eru frá árinu 2017.