19. október 2018
„Rómantík getur verið út um allt og alls staðar“
„Þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt hefur verið gert hér að því er ég best veit. Í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga ræddum við það mikið að auka aðgengi að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu og þetta er liður í að gera það,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en hann verður í Kjörbúðinni seinnipart föstudags þar sem hann svarar fyrirspurnum íbúa um málefni sveitarfélagsins. Gauti er í yfirheyrslu vikunnar.