10 mest lesnu greinarnar á Austurfrétt árið 2014

oddsskard 22022014 khAusturfrétt naut metaðsóknar á árinu og við höfum tekið saman lista yfir þær greinar sem oftast voru lesnar. Aðsendar greinar, einkum um Norrænu eru áberandi á listanum.

1. Einn mesti snjór sem við höfum fengið: Fjögurra metra hár snjóskafl í munna Oddsskarðsganga
Mokstursmenn frá Norðfiðri voru hálfan sólahring að moka sig yfir Oddsskarð þann 22. febrúar. Þeir þurftu að moka sig út úr Oddsskarðsgöngunum.

2. Dómgreindarleysi eða dónaskapur?
Fanney Sigurðardóttir, sem bundin er í hjólastól, sagði frá upplifun sinni af ferð á tónleika í Háskólabíói.

3. Krakkar - svona gerum við ekki!
Ólafur Hr. Sigurðsson, fyrrum bæjarstjóri á Seyðisfirði, var ósáttur við viðræður forsvarsmanna Fjarðabyggðar um flutning viðkomuhafnar Norrænu til Eskifjarðar.

4. Þetta er dauðadómur fyrir Stöðvarfjörð: Erum með tárin í augunum
Stöðfirðingar höfðu áhyggjur af fyrirætlunum bæjaryfirvalda Fjarðabyggðar um að hætta kennslu í efri bekkjum grunnskólans á Stöðvarfirði.

5. Hótuðu að vera ekki með ef keppt yrði í Neskaupstað
Fimm blaklið hótuðu að taka ekki þátt í bikarkeppninni í blaki ef hún yrði haldin í Neskaupstað.

6. Ekkert sem heldur þér lengur á Egilsstöðum en það tekur að fylla á tankinn
Umsögn íslensks túristavefs um Egilsstaði var ekki jákvæð fyrir staðinn. Heimamenn ræddu úrbætur.

7. Lenti upp á annan bíl á bílastæði í miðbæ Egilsstaða
Seinheppinn ökumaður ruglaðist á bremsu og bensíngjöf þegar hann hugðist leggja í stæði á Egilsstöðum.

8. Opið bréf til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Magnús Guðmundsson, fyrrum bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, sendi bæjarstjórn Fjarðabyggðar tóninn út af málefnum Norrænu.

9. Norðfjarðargöng: Nýrri tækni beitt við útmokstur
Nýir útmokstursvagnar sem í fyrsta sinn voru notaðir hérlendis í Norðfjarðargöngum vöktu mikla athygli.

10. Snyrtilegur klæðnaður
Ingibjörg Þórðardóttir vakti athygli á bréfi til stúlkna um siðsamlegan klæðaburð á grunnskólaballi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.