100% súkkulaði, jóga og að kúpla sig frá hinu daglega amstri

Yogahelgi verður haldið á Borgarfirði Eystri 14. og 15. febrúar næstkomandi. Verður þetta í fyrsta sinn sem slík helgi er haldin og verður hún haldin í Blábjörgum. Þær Auður Vala Gunnarsdóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir heilarnir á bakið helgina.
„Jógað sem verður farið í um helgina verður Kundalini Joga. Ef ég ætti að reyna útskýra um það snýst í stuttu máli þá er eiginlega best að segja þetta er fullkomið jóga fyrir fjölskyldufólk eða “Householders Yoga” á ensku. Því þetta er mjög fljótvirkt jóga.“ segir Sigrún Halla jógakennari og einn skipuleggjendanna.

Hún segir að eitt af því sem hún muni kenna þátttakendum um helgina eru stuttar æfingar sem fólk getur gert þegar það kemur heim eftir vinnudaginn. 

Þegar fólk hugsar um jóga sér það oft fyrir sér einhverja indverska gúrúa gera einhverjar æfingar í hellum langt frá öðru fólki. 

„Það er mýtan og auðvitað sönn líka en Kundalini jógað snýst um þessa skjótvirkni. Hún er hugsuð fyrir fjölskyldufólk í fullri vinni og hefur kannski ekki alltaf mikinn tíma til að mæta í klukkutíma langan jógatíma.“

Sigrún segir að auðveldlega sé hægt að ná fram markmiðum jogasins með einföldum og stuttum æfingum sem hentar í hinu daglega amstri. “Þetta dýpkar öndunina, maður tengist sínum innri kjarna og skapar innri ró með sér svo maður sé ekki alltaf að spóla í sömu hjólförunum.“ segir hún.

„Við munum leggja áherslu á streitulosun. Yogað, æfingarnar, hugleiðslan er þáttur því. Að læra tækni til að losa okkur við streituna sem safnast upp í okkur.“

Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem þær halda svona helgi og þær vona að þetta verði  að árlegum viðburði. “Okkur langar líka að gera þetta yfir sumartímann en byrjum á þessu.“ segir Sigrún. 

“Viðbrögðin hafa verið og eru rosalega góð. Við erum allaveganna mjög spenntar og bjartsýnar að hittast. Auður Vala sér um að elda dýrindis heilnæman og góð mat fyrir okkur. Svo munum við fá okkur kakó úr 100% súkkulaði sem er gott fyrir okkur. Stútfullt af andoxunarefnum og steinefnum og góð áhrif á heilsu okkur, í hófi þó. 

Svo má ekki gleyma einu mikilvægasta í þessu er að hittast og vera saman. Það losnar um oxytosin hjá hundum þegar við klöppum þeim og það sema gerist þegar við verjum tíma með öðru fólki. Það verður oxytosin- eða gleðihormónasprengja hjá okkur og þaðlætur okkur líða vel. Svo bara njóta þess að kúpla sig út úr daglega lífinu,” segir Sigrún að lokum 

 

Sigrún Halla hugleiðir. Myndin er aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.