Langar þig í leikhús? Eða vínsmökkun?
![sex i sveit LS](/images/stories/news/2015/sex_i_sveit_LS.jpg)
Hinn árlegi handverksmarkaður Hosanna sem haldinn er til styrktar Sjúkrahúsinu í Neskaupstað hófst í gær og verður opinn í dag og á morgun. Þar verður fjölbreyttur varningur til sölu eins og Austurfrétt greindi frá hér.
Í dag milli klukkan 17:00 til 18:30 verður vínsérfræðingurinn Þorleifur Sigurbjörnsson á Hótel Héraði, en mun hann leiðbeina og kynna vínið með jólasteikinni og hvaða vín eru best með hverjum rétti. Gestum gefst kostur á að smakka nokkar tegundir og læra þannig á flóruna.
Lokasýningar verksins Sex í sveit í uppfærslu Leikfélags Seyðisfjarðar eru í kvöld og annað kvöld. Hér má sjá umfjöllun Austurfréttar um sýninguna og hér má nálgast upplýsingar um sýningartíma.
Guðrún Sigurðardóttir, handavinnukennari, býður upp á einstaklingsmiðuð jólahandavinnunámskeið sem hefjast um helgina. Nánar má lesa um námskeiðin hér.