Langar þig í leikhús? Eða vínsmökkun?

sex i sveit LSLeikhús, vínsmökkun, handverksmarkaður og jólahandavinnunámskeið er meðal þess sem austfirðingar geta valið um að gera um helgina.

Hinn árlegi handverksmarkaður Hosanna sem haldinn er til styrktar Sjúkrahúsinu í Neskaupstað hófst í gær og verður opinn í dag og á morgun. Þar verður fjölbreyttur varningur til sölu eins og Austurfrétt greindi frá hér.

Í dag milli klukkan 17:00 til 18:30 verður vínsérfræðingurinn Þorleifur Sigurbjörnsson á Hótel Héraði, en mun hann leiðbeina og kynna vínið með jólasteikinni og hvaða vín eru best með hverjum rétti. Gestum gefst kostur á að smakka nokkar tegundir og læra þannig á flóruna.

Lokasýningar verksins Sex í sveit í uppfærslu Leikfélags Seyðisfjarðar eru í kvöld og annað kvöld. Hér má sjá umfjöllun Austurfréttar um sýninguna og hér má nálgast upplýsingar um sýningartíma.

Guðrún Sigurðardóttir, handavinnukennari, býður upp á einstaklingsmiðuð jólahandavinnunámskeið sem hefjast um helgina. Nánar má lesa um námskeiðin hér.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.