Fimm Austfirðingar í framboði í stúdentakosningum

Fimm Austfirðingar eru í framboð í kosningum til stúdentaráða innan Háskóla Íslands sem haldnar verða í vikunni.

Að þessu sinni eru fjórir frambjóðendur á lista Vöku en einn hjá Röskvu. Kosið er í ráð á fimm sviðum skólans auk Háskólaráðs.

Útbreiðsla Covid-19 hefur sett sinn sitt mark á kosningarnar. Vika er síðan byggingum skólans var lokað þannig að erfiðra hefur verið fyrir frambjóðendur að komast í tæri við væntanlega kjósendur.

Veiran hefur hins vegar ekki áhrif á kosningarnar sjálfar þar sem kosið er rafrænt í gegnum nemendavef skólans á miðvikudag og fimmtudag.

Austfirðingarnir eru:

Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. sæti á lista Vöku til Háskólaráðs. Ingveldur er ættuð úr Fellabæ. Hún nemur lögfræði og er jafnframt forseti Vöku.
Tinna Alicia Kemp frá Fáskrúðsfirði, 2. sæti á heilbrigðisvísindasviði fyrir Vöku. Tinna er í hjúkrunarfræði.
Sóley Arna Friðriksdóttir frá Eskifirði, 1. sæti á menntavísindasviði fyrir Vöku. Sóley Arna er í leikskólakennarafræði.
Viktor Andersen frá Seyðisfirði, varafulltrúi á heilbrigðisvísindasviði fyrir Vöku. Viktor er í hjúkrunarfræði.
Gabríela Sól Magnúsdóttir frá Vopnafirði, 2. sæti á menntavísindasviði fyrir Röskvu. Gabríela Sól lærir grunnskólakennslu með áherslu á erlend tungumál.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.