„Gætum verið samkeppnishæf við evrópsk fyrirtæki"

Vélsmiðjan Stálstjörnur á Seyðisfirði er tiltölulega lítill vinnustaður en hefur þó sinnt mjög fjölbreyttum verkefnum í gegnum árin. Eitt af því sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur er brúarsmíði. Frá árinu 2000 hefur fyrirtækið smíðað og komið að byggingu fimma brúa um land allt.  Síðasta haust var þar lokið við brú sem reist var yfir Þverá hjá Odda, austan við Hvölsvöll.

 
„Við kláruðum að smíða hana og setja saman í haust og svo tóku aðrir við henni eftir að við komum henni suður. Svo lauk uppsetningunni núna í byrjun desember,“ segir Sævar Eiríkur Jónsson eigandi Stálstjarna. 

Brúin er 93 metra löng og eftir vinnuna á Seyðisfirði voru hlutarnir fluttir á sinn stað þar sem aðalverktakinn, Mikael ehf. á Hornafirði, setti hana upp.

Eins og að fara eftir Legó leiðbeiningum?

Þeir sem ekki þekkja til, sem eru eflaust flestir, ímynda sér kannski að þetta sé eins og fara eftir Lego- eða Ikealeiðbeiningum. Taka stálbita eða hvaða efni sem notað er í brúasmíði og skella því svo sman meða risavöxtum sexkanti - en svo er auðvitað ekki. „Ef það væri bara svo auðvelt. Við smíðum hana auðvitað eftir teikningum. Sem eru þó talsvert flóknari en Legó-leiðbeiningarnar," segir Sævar kíminn.

„Við fáum sérsmíðaða stálbita frá útlöndum en sníðum þá svo til, sandblásum og málum. Svo merkjum við alla bita því hver og einn biti á sinn stað og hefur sín séreinkenni þó margir bitar líti eins út,“ útskýrir hann.

Sérþékking að verða til

Eins og fram hefur komið þá er þetta er ekki eina brúin sem Stálstjörnur hafa smíðað.  „Við byggðum til dæmis brúna sem fór í kaf við Kárahnjúka. Svo smíðuðum við eina yfir Hólmsá í Hornafirði og Sörlastaðaá hérna í Seyðisfirði til nefna nokkrar. 

Við erum komin með ágætis takt og reynslu í þessu og vitum alveg hvað við erum að gera. Það er sérhæfing og þekking að verða til hérna og við gætum verið samkeppnishæf við evrópsk fyrirtæki en því miður hefur ekki verið nóg að gera í þessum bransa hér á Íslandi,“ segir hann Sævar að lokum. 

Starfsmenn Stálstjarna vinna við brúnna yfir Þverá. Myndin er aðsend. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.