Gert ráð fyrir að óvissustigi verði aflýst um hádegi
Reiknað er með óvissustigi vegna snjóflóðahættu verði aflýst um hádegið. Þá hefur veðurstofan fengið þær upplýsingar sem þær þurfa til að gefa út til kynningu.
Í gærkvöldi lýsti Veðurstofa Íslands yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Austurlandi. Svæðin sem óvissan náði yfir er í Strandartindi á Seyðisfirði og svæði vestan við varnargarðana í Neskaupstað. Þar hafði safnast mikill snjór.
Haft er eftir sérfræðingi hjá Veðurstofunni að úrkoma hafi minnkað umtalsvert og þetta illviðri sem gekk yfir austurland í gær og í nótt sé gengið yfir.
Veðurstofan hefur ekki fengið neinar fréttir af snjóflóðum á þessu þessum svæðum. Reiknað er með að gefa út fréttatilkynningu um hádegisbilið.