Gert ráð fyrir að óvissustigi verði aflýst um hádegi
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. feb 2020 10:55 • Uppfært 29. feb 2020 15:40
Reiknað er með óvissustigi vegna snjóflóðahættu verði aflýst um hádegið. Þá hefur veðurstofan fengið þær upplýsingar sem þær þurfa til að gefa út til kynningu.
Í gærkvöldi lýsti Veðurstofa Íslands yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Austurlandi. Svæðin sem óvissan náði yfir er í Strandartindi á Seyðisfirði og svæði vestan við varnargarðana í Neskaupstað. Þar hafði safnast mikill snjór.
Haft er eftir sérfræðingi hjá Veðurstofunni að úrkoma hafi minnkað umtalsvert og þetta illviðri sem gekk yfir austurland í gær og í nótt sé gengið yfir.
Veðurstofan hefur ekki fengið neinar fréttir af snjóflóðum á þessu þessum svæðum. Reiknað er með að gefa út fréttatilkynningu um hádegisbilið.