Helgin; Gleðigangan Hýr halarófa á Seyðisfirði og fleira

„Við erum komin með góða rútínu þannig að undirbúningur gengur vel og allt verður orðið flott á morgun,“ segir Snorri Emilsson, forsprakki og talsmaður gleðigöngunnar Hýr halarófa sem verður á Seyðisfirði á morgun.


Er þetta í fjórða skiptið sem gengið er á Seyðisfirði á sama degi og gleðigangan Reykjavík Pride. „Við byrjum gleðina í Norðurgötunni klukkan tólf á morgun þar sem eitthvað skemmtilegt veðrur í gangi. Við förum svo af stað klukkan tvö á sama tíma og í Reykjavík, göngum hring í bænum og endum aftur í Norðurgötunni. Í kjölfarið verður svo öfugt pubquiz og um kvöldð verður dúndrandi stuð á Kaffi Láru,“ segir Snorri.

Um 200 manns hafa að meðaltali mætt í gönguna á Seyðisfirði. „Það er alltaf einhver vöxtur. Ég held að þetta skipti miklu máli, við fáum í það minnsta alltaf þakkir fyrir, fólk er ánægt með að athygli sé vakin á sjálfsögðum réttindum og fjölbreytileikanum sé fagnað.“

„Pride-flugan“ veðrur til sölu á svæðinu eins og í fyrra. „Þetta er annað árið sem hnýtingarmeistarinn Jón Bragi Gunnarsson hnýtir flugur og gefur okkur til þess að styrkja viðburðinn. Aðeins eru sex eintök í boði og í ár verður það laxafluga í regnbogalitunum.“

Hildur Vala og Jón Ólafsson
Þau Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson verða með tvenna tónleika á Austurlandi um helgina, annars vegar í Fjarðaborg á Borgarfirði í kvöld og í Havarí í Berufirði annað kvöld. Þar flytja þau lög af sólóplötum sínum auk þess sem eitt og annað gæti slæðst með.

Tour de Ormurinn
Hljóreiðakeppnin Tour de Ormurinn fer fram á Héraði á morgun laugardag. Hér má sjá frétt um hana.

Innsýn í heim Huldu í tali og tónum
Tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir verða með síðsumartónleika annað árið í röð á Eskifirði á sunnudaginn klukkan 17:00. Að þessu sinni flytja þær dagskrá sem helguð er skáldkonunni Huldu. Helga segir hvatann að dagskránni hafa verið að halda minningu skáldkonunnar á lofti. Hér má sjá frétt um tónleikana

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.