Miðaldra karlar með margt á prjónunum í kvöld

Í Tehúsinu á Egilsstöðum ætla miðaldra karlmenn að koma saman í kvöld og prjóna. Hvort sem það verður með með alvöru prjónum eða ekki. Vegna Covid-19 faraldsins verður fjöldatakmörkun og tveggja metra nándarbann á staðnum.


„Þetta byrjar á þannig að við vorum nokkrir félagar sem fengu allir sama fjöldapóstinn frá Álafoss. Okkur þótti þetta mjög fyndið enda ekkert tengdir Álafoss og svo erum við allir miðaldar, 50 ára plús. Þá datt mér í hug kalla bara alla miðaldra karlmenn saman fyrir austan í prjónakvöld,“ segir Halldór Warén vert og eigandi Tehsússins á Egilsstöðum.

Hann segir þetta fyrst fremst vera til gamans gert og leið til að létta fólki lífið. „Maður má ekki gleyma að brosa og lifa lífinu þrátt fyrir allt. Svo er þetta auðvitað vísun í saumaklúbbanna og þar er ekkert alltaf prjónað eða saumað.“

Halldór bætir við að menn verða koma með sína eigin prjóna ef þeir ætla að prjóna yfir höfuð.

„Það er líka hægt að prjóna eitthvað annað. Fólk er með margt á prjónunum. En ef menn ætla að prjóna á prjóna verður maður koma með þá með sér. Við viljum ekki krosssmit.“

Búið er að fækka borðum og stólum á staðnum og farið eftir leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að minni samkomum.

„Já við virðum það og þess vegna er tveggja metra nándarmann á öllum okkar viðburðum.

Það er því augljóst að staðurinn mun ekki taka eins marga og venjulega. Svo er þetta bar svo við getum ekki haft aldurstakmarkið 50 ára og því eru auðvitað allir velkomnir. Miðum bara við venjulegan útivistartíma,“ segir Halldór kíminn.

Hann segir þau í Tehúsinu gera eins og aðrir í þeirra stöðu. Sníða stakk eftir vexti.

„Við höfum verið að streyma tónleikum og gömlum íþróttaviðburðum. Við sýndum tildæmis úrslitaleikinn um samfélagskjöldinn í ensku deildinni frá 1992. Leeds vs. Liverpool.

Við erum ekki að hvetja til neins annars en að reyna að hafa gaman og létta fólki lífið á þessum stórundarlegu tímum.

Prjónakvöldið verður eins fram hefur komið í kvöld milli 21:00 - 22:00 í Tehúsinu.

Halldór sem er miðaldra ætlar að prjóna allskonar í kvöld. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni Agnes Brá Birgisdóttir.  Saman reka þau Tehúsið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.