Nesskóli í öðru sæti í keppni í fjármálalæsi

Nesskóli hafnaði í öðru sæti í keppni meðal tíundu bekkja landsins í fjármálalæsi. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin og hefur skólinn áttu góðu gengi að fagna í henni.

„Ég er afar stoltur af mínu fólki,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri Nesskóla.

Skólinn fór með sigur af hólmi í fyrra en lenti nú í öðru sæti á eftir Myllubakkaskóla í Keflavík. Í ár tóku hátt í 600 nemendur í 10. bekk grunnskóla landsins þátt. Í tilkynningu kemur fram að stelpur hafi að meðaltali verið hærri en strákar og skólar utan höfuðborgarsvæðisins hærri en innan þess.

Að keppninni standa Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamtök lífeyrissjóða en á þeirra vegum er gefið út kennsluheftið Fyrstu skref í fjármálum sem nýtt er í Nesskóla.

Eysteinn segir það lukku að umsjónarkennari bekkjarins sé einnig stærðfræðikennarinn og heftið nýtist bæði í stærðfræði og lífsleikni. „Í stærðfræðinni er verið að reikna skatta og laun og í heftinu er farið yfir sparnað og lán sem nýtist síðar í lífinu,“ segir hann.

Hann bætir við að hann sé viss um að árangurinn hafi náðst með mikill samheldni og hvatningu frá kennara. Að auki hafi það verið áskorun að halda í titilinn frá í fyrra. Þótt það hafi ekki tekist sé árangurinn glæsilegur og framtíð nemendanna björt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.