Skip to main content

Nesskóli í öðru sæti í keppni í fjármálalæsi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. jún 2020 16:57Uppfært 04. jún 2020 17:00

Nesskóli hafnaði í öðru sæti í keppni meðal tíundu bekkja landsins í fjármálalæsi. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin og hefur skólinn áttu góðu gengi að fagna í henni.


„Ég er afar stoltur af mínu fólki,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri Nesskóla.

Skólinn fór með sigur af hólmi í fyrra en lenti nú í öðru sæti á eftir Myllubakkaskóla í Keflavík. Í ár tóku hátt í 600 nemendur í 10. bekk grunnskóla landsins þátt. Í tilkynningu kemur fram að stelpur hafi að meðaltali verið hærri en strákar og skólar utan höfuðborgarsvæðisins hærri en innan þess.

Að keppninni standa Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamtök lífeyrissjóða en á þeirra vegum er gefið út kennsluheftið Fyrstu skref í fjármálum sem nýtt er í Nesskóla.

Eysteinn segir það lukku að umsjónarkennari bekkjarins sé einnig stærðfræðikennarinn og heftið nýtist bæði í stærðfræði og lífsleikni. „Í stærðfræðinni er verið að reikna skatta og laun og í heftinu er farið yfir sparnað og lán sem nýtist síðar í lífinu,“ segir hann.

Hann bætir við að hann sé viss um að árangurinn hafi náðst með mikill samheldni og hvatningu frá kennara. Að auki hafi það verið áskorun að halda í titilinn frá í fyrra. Þótt það hafi ekki tekist sé árangurinn glæsilegur og framtíð nemendanna björt.