Ræða skógrækt á Vopnafirði

Íbúafundur verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði í dag um skipulag skógræktar í sveitarfélaginu.

Yfirskrift fundarins er „Skógar til framtíðar á Vopnafirði – hvar viljum við hafa skóg og hvar ekki?“ Meðal ræðumanna verður Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri sem kynnir vinnu við gerð nýrrar skógræktarstefnu og hvaða áhrif hún hefur á Vopnafirði.

Þá mun Else Möller, skógfræðingur á Vopnafirði, fara yfir stöðuna í skógrækt á Vopnafirði í dag.

Samkvæmt kynningu verður á fundinum umræður um spurningar eins og hvort auka eigi skógrækt á Vopnafirði til að binda kolefni og byggja upp skógarauðlindina til framtíðar, hvaða stefnu eigi að móta þar í skógrækt, meðal annars með hliðsjón af landshlutaáætlunum í skógrækt og hvernig eigi að tilgreina skóga, skógræktarsvæði og aðrar áherslur skógrækt í Vopnafirði.

Fundurinn hefst klukkan 17:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.