Sextán þorrablót á Austurlandi í ár
Í dag er bóndadagur sem markar upphaf Þorra. Um leið hefst þorrablótatímabilið. Austurfrétt hefur tekið saman yfirlit yfir þorrablót á Austurlandi í ár.Samkvæmt samantektinni verða haldin 16 blót í ár. Reyndar eru ekki öll á Þorra, Jökuldælingar og Hlíðarmenn bóta Góu. Að auki standa átthagafélög Austfirðinga fyrir sameiginlegu blóti í ár.
Tvö blót eru í kvöld, á Egilsstöðum og Reyðarfirði og fimm til viðbótar á laugardag. Álagið er mest á blótþyrstum fyrstu tvær helgarnar en síðan dregur úr.
Þorrablót Reyðfirðinga
Hvenær: Föstudaginn 24. janúar.
Hvar: Íþróttahúsinu á Reyðarfirði.
Aths.: Blótið er númer 99 í röðinni.
Þorrablót á Egilsstöðum
Hvenær: Föstudaginn 24. janúar.
Hvar: Íþróttahúsinu á Egilsstöðum.
Þorrablót Eskfirðinga
Hvenær: Laugardaginn 25. janúar.
Hvar: Félagsheimilinu Valhöll.
Þorrablót Seyðfirðinga
Hvenær: Laugardaginn 25. janúar.
Hvar: Félagsheimilinu Herðubreið.
Þorrablót Vopnfirðinga
Hvenær: Laugardaginn 25. janúar.
Hvar: Félagsheimilinu Miklagarði.
Þorrablót Norðfjarðarsveitar
Hvenær: Laugardaginn 25. janúar.
Hvar: Egilsbúð.
Þorrablót Borgfirðinga
Hvenær: Laugardaginn 25. janúar.
Hvar: Félagsheimilið Fjarðaborg.
Þorrablót í Fellum
Hvenær: Föstudaginn 31. janúar
Hvar: Fjölnotahúsinu í Fellabæ.
Þorrablót Djúpavogs
Hvenær: laugardaginn 1. febrúar.
Hvar: Hótel Framtíð.
Kommablót
Hvenær: Laugardaginn 1. febrúar.
Hvar: Íþróttahúsinu í Neskaupstað.
Þorrablót átthagafélaga Austfirðinga
Hvenær: Laugardaginn 1. Febrúar
Hvar: Austurbæ, Reykjavík
Þorrablót Hjaltastaða og Eiðaþinghá
Hvenær: Laugardaginn 8. febrúar.
Hvar: Félagsheimilinu Hjaltalundi.
Þorrablót Fljótsdælinga
Hvenær: Laugardaginn 8. febrúar
Hvar: Félagsheimilinu Végarði.
Þorrablót Breiðdælinga
Hvenær: Laugardagurinn 15. febrúar.
Hvar: Frystihúsinu á Breiðdalsvík.
Þorrablót Skriðdælinga og Vallamanna
Hvenær: Laugardaginn 15. Febrúar
Hvar: Arnhólsstöðum, Skriðdal
Tungublót
Hvenær: Laugardaginn 22. febrúar.
Hvar: Tungubúð í Hróarstungu.
Góugleði Jökuldælinga og Hlíðarmanna
Hvenær: Laugardaginn 7. mars
Hvar: Brúarási.