„Vil sýna paradísina sem Austurlandið er“

Snjóbrettamyndin Volcano Lines kom út síðastliðin sunnudag. Myndin er nánast öll skotin á Austfjörðum því snjóbrettakappi myndarinnar er Austfirðingurinn Rúnar Pétur Hjörleifsson. Myndin er eftir ljósmyndarann og kvikmyndagerðamanninn  Víðir Björnsson.

 

Víðir segir að hugmyndin að myndinni sé að sýna hráa náttúru íslands í bland við fallegan snjóbrettastíl Rúnars. Myndin var tekin að vori sem er uppáhalds árstími Rúnars.

,,Þegar snjórinn helst inn í sumarið á hann það til að verða kornóttur sem gerir það að verkum að það verður eins og bruna á brimbretti niður fjallið,“ segir Rúnar Pétur snjóbrettakappi.

Hann segir að púðursnjór sé hentugri en landslagið fyrir austan bæti fyrir það. Hann segist  alltaf hafa viljað gera mynd um það sem hann hefur verið að gera á brettinu hér og sýna fólki paradísina sem Austurlandð er.

 „Landið og fjöllin bjóða upp svo marga möguleika og svo er ég bara mjög spenntur að sýna fólki út um allan heim mína heimahaga.“

Vorið 2018 hafði Rúnar sambandi við Víði og bar upp þá hugmynd hvort hann væri ekki til að gera snjóbrettamynd með honum.

„Ég verð að viðurkenna að ég var frekar efins með að fljúga austur og mynda einhvern gaur renna sér á snjóbretti sem ég hef aldrei hitt áður,“ segir Víðir.

Hann bætir við.  „Á þessum tíma var ég aðallega í að mynda landslag  og náttúruna en sem gamall snjóbrettagaur kveikti þessi hugmynd frekar mikið í mér. Ég stökk upp í vél og tveimur tímum síðar sat ég heima hjá mömmu Rúnars að borða kvöldmat. Þarna áttaði ég mig á því hversu frábær Rúnar er.“

Þeir tóku upp nokkur skot af Rúnari á snjóbrettinu og eftir nokkra tökudaga vissu þeir að  þetta væri bara rétt svo byrjunin og fyrsti tökudagurinn af mörgum fyrir austan.

Rúnar Pétur í hinn austfirsku sól. Mynd: Víðir Björnsson. 


Volcano Lines - Rúnar Pétur from Vidirbjornsson on Vimeo.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.