24. júní 2020
Helgi ber sig vel og heldur tónleika á Austurlandi
Hafi eitthvað skort á að íslenska þjóðin og Helgi Björnsson viðhéldu sambandi sínu undanfarin misseri, var sannarlega gerð bragarbót á því í gegnum samkomubannið og Covid-19. Helgi mætti samviskusamlega inn á hvort heimili, ásamt góðum gestum, og söng þjóðina í gegnum þetta erfiða tímabil. Nýsæmdur fálkaorðunni ætlar hann sér að heimsækja Austurland og halda þrenna tónleika, á Eskifirði, Borgarfirði og Egilsstöðum.