08. maí 2020
Helgin á Austurlandi – Máni syngur Bubba á Tehúsinu
Með hækkandi sól og meiri slaka í regluverki sóttvarna fer aftur að færast líf í viðburðahald á Austurlandi líkt og annarsstaðar. Nú í kvöld ætlar Hafþór Máni Valsson, ásamt Friðriki Jónssyni gítarleikara, að spila og syngja nokkur af ástsælustu lögum Bubba Morthens á Tehúsinu á Egilsstöðum. Einnig er boðið upp á karókí, kvikmyndasýningu og skipulagða fuglaskoðun.