


Helgin: Blanda af sirkus, gríni og almennu rugli með fullorðinsbragði
„Vegna fjölda fyrirspurna; já, það verður hægt að kaupa brjóstadúska á staðnum,” segir fjöllistakonan Margrét Erla Maack, sem verður með sýninguna Búkalú ásamt sínum uppáhalds skemmtikröftum í Havarí á laugardagskvöldið. Margrét Erla segir sýninguna ekki henta fólki undir 18 ára og ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans.
Kunni ekkert í hönnun eða saumaskap
„Í alvöru, ég kunni ekkert þegar ég fór af stað, hafði aldrei lært neitt um hönnun eða saumaskap,” segir María Lena Heiðarsdóttir Olesn frá Egilsstöðum, eigandi fyrirtækisins M Fitness, en hún hannar og selur íþróttaföt undir því nafni sem njóta mikilla vinsælda.
Tvennir tónleikar á Skriðuklaustri á næstunni
„Þetta verða rosalega skemmtilegt, við flytjum gömlu Eyjalögin sem svo margir þekkja í örlitlum „djassfíling” sem lyftir þeim á nýjan stall,” segir sópransöngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir sem verður með tónleika á Skriðuklaustri annað kvöld ásamt píanóleikaranum Sigurði Helga Oddssyni. Eftir rúma viku troða þau Hera Björk Þórhallsdóttir og Björn Thoroddsen upp á sama stað.
Væri til að geta hreyft hluti með hugarorkunni
„Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á því að skipuleggja og þess vegna á starfið vel við mig. Ég elska þegar mikið er um að vera í kringum mig og bærinn fyllist af fólki, en þá skapast svo skemmtileg stemmning hjá okkur, ” segir Selja Janthong, framkvæmdastjóri Vopnaskaks sem fram fer á Vopnafirði um helgina. Selja er í yfirheyrslu vikunnar.
Styttist í frumflutning óperunnar The Raven's Kiss á Seyðisfirði
„Aðalmarkmið verkefnisins að sameina austfirskt listafólk, sem er að gera það gott á sínu sviði, erlendis og hérlendis. Verkefni sem þetta skapar því vettvang til að vinna saman og mynda tengslanet sem vonandi leiðir af sér blómlegt samstarf,” segir sópransöngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir sem jafnframt er verkefnastjóri óperunnar Raven's Kiss sem frumflutt veðrur á Seyðisfirði í lok ágúst. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.

„Sjalið hennar Elizu er einstakt“
„Sjalið sem Sælín prjónaði handa mér er ákaflega fallegt og þakka ég henni fyrir gjöfina og hlýhug í minn garð,” segir Eliza Reid, forsetafrú, en handverkskonan Sælín Sigurjónsdóttir á Reyðarfirði, afhenti Elizu stórt og glæsilegt handprjónað sjal á dögunum.
Fjölmennasta ganga gönguvikunnar frá upphafi
Yfir 150 manns tóku þátt í fjölskyldugöngu um Vattarnes, yst í sunnanverðum Reyðarfirði, í gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð í síðustu viku. Sú ganga er sú fjölmennasta í tólf ára sögu vikunnar.