29. maí 2020
Ætlar að brosa í sumar
Eigandi stærsta ferðaþjónustufyrirtækis á Austurlandi reiknar með því að sumarið verði stutt, sérstakt en jafnframt skemmtilegt. Hann hvetur Íslendinga til að nýta hóteltilboð sem munu aldrei sjást aftur með sama hætti og segir að Austfirðingar þurfi að einsetja sér að taka vel á móti gestum og skemmta sjálfum sér um leið.