


Hvorki þorrablót á Völlum né í Skriðdal í ár
Hvorki verður þorrablót í hinum forna Valla- eða Skriðdalshreppi á Fljótsdalshéraði í ár. Löng hefð er fyrir blótum á báðum stöðum en ekki tókst að koma saman nefndum að þessu sinni.
Orðlaus og agndofa af handverki heimafólks
„Með þessi móti finnst okkur við ekki eingöngu hafa heimsótt Bali og farið heim, heldur heimsóttum við staðinn og tókum part af honum með okkur heim,“ segir Linda Sæberg sem selur handunnar vörur frá Bali á vefsíðu sinni Unalome.

„Við getum alltaf staðið við 755 Stöðvarfjörður“
„Bolirnir eru hugsaðir til þess að vekja athygli á áframhaldandi uppgreftri landnámsskálans í Stöð,“ segir Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson, en sérstakir bolir verða til sölu í tengslum við verkefnið næstu tvær vikurnar.
„Ljóslifandi kraumandi suðupottur“
„Hátíðin er ein sinnar tegundar á Íslandi, hún er fyrir alla aldurshópa og allir viðburðir tengdir hátíðinni eru ókeypis,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, framleiðslustjóri vetrarhátíðarinnar List í ljósi á Seyðisfirði, sem hefst í dag.
Kennt að sauma öskupoka
Minjasafn Austurlands, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu í gær og fyrradag fyrir öskupokasmiðju í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Ungviðið kom þar saman til að sauma öskupoka.
690 Vopnafjörður ferðast um Austurland
Kvikmyndin 690 Vopnafjörður, sem heimsfrumsýnd var á hátíð í Frakklandi í síðasta mánuði, leggur upp í sýningaferðalag um Austurland um helgina.
„Áhorfendur gætu átt erfitt með að halda sér kyrrum í sætunum“
„Sýningin er í raun ferðalag aftur í tímann þar sem axlapúðar, fótanuddtæki og sódastreamtæki voru aðalmálið,“ segir Draumey Ósk Ómarsdóttir, formaður Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, en félagið frumsýnir söngleikinn „Wake me up before you go go“ í Valaskjálf í kvöld.