14. febrúar 2025
List í ljósi sett í tíunda skiptið á Seyðisfirði
Síðdegis í dag hefst formlega listahátíðin List í ljósi á Seyðisfirði en það er í tíunda skiptið sem hátíðin sú er haldin. Með henni er fyrstu geislum sólar á nýju ári í firðinum fagnað með ýmsum verkum þar sem ljós og birta er ráðandi þáttur.