Stöðfirðingar fá líkamræktaraðstöðu

Ný líkamsræktaraðstaða var tekin í notkun í íþróttahúsinu á Stöðvarfirði í gær. Rekstur hennar er í umsjón Ungmennafélags Súlunnar. Langur aðdragandi hefur verið að opnun aðstöðunnar en  með velvilja bæjarbúa hefur nú loks tekist að klára málið. Góð mæting var við opnunina og vonandi nýtist nýja stöðin Stöðfirðingum vel til heilsubótar.

255736805aaf89ab.jpg

Sveinbjörn til Grindavíkur

Knattspyrnumaðurinn Sveinbjörn Jónasson er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur. Sveinbjörn, sem er á 23ja aldursári, gerði þriggja ára samning við Grindavík.

 

Lesa meira

Klassavörn á kostnað sóknarinnar

Höttur tapaði fyrir Haukum 58-51 í 1. deild karla í körfuknattleik um seinustu helgi. Þjálfari liðsins segist samt ánægður með frammistöðuna.

bayo_korfuboltakall_005_unnin_vefur.jpg

Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri Vísindagarðs

Stjórn Vísindagarðsins ehf. á Egilsstöðum hefur ráðið Pétur Bjarnason í stöðu framkvæmdastjóra. Hann hóf störf 1. janúar og tekur við af Ívari Jónssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri Vísindagarðsins frá 15. júní 2007.

petur20bjarnason.jpg

Lesa meira

Samgönguverkefnum frestað en ekki hætt við þau

Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði á almennum stjórnmálafundi á Djúpavogi í gærkvöld að ekki hefði verið ákveðið endanlega hvernig samgönguframkvæmdum verður forgangsraðað, en þær myndu allar frestast eitthvað. Ráðuneytið veit ekki enn hvað það mun hafa úr að spila á næstu tveimur til þremur árum og það mun ekki skýrast fyrr en líða tekur á þetta ár.

41_11_59---stop-usa-road-sign_web.jpg

Lesa meira

Kaldar strendur - heitir straumar

Kaldar strendur  - heitir straumar er nafn á samsýningu tólf listamanna frá Íslandi og Noregi. Sýningin var sett upp á þremur stöðum í Norður Noregi á síðastliðnu ári og verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. janúar.

22020under20the20vulcano2080x80.jpg

Lesa meira

Ólöf mun beita sér fyrir að Norðfjarðargöngum verði ekki frestað

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi og varaformaður samgöngunefndar Alþingis, hét því á almennum stjórnmálafundi í Neskaupstað í vikunni að fylgja því fast á eftir á þingi að Norðfjarðargöngum yrði ekki frestað frekar en orðið er. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði við sama tækifæri að settur yrði lögreglustjóri á Austurlandi og skilið á milli valds sýslumanna og lögreglustjóra og sýslumanna og tollgæslunnar.

lf_nordal_vefur.jpg

Lesa meira

Útgerðir horfa til gulldeplu

Útgerðir leita nú nýrra leiða í afla þar sem útlitið á loðnu er ekki beisið og bróðurpartur síldar sem veiðist ekki hæfur til manneldis. Auk Hugins VE, sem verið hefur við tilraunaveiðar á laxsíld, er Birtingur á leið í leit að henni og Loðnuvinnslan að gera skip og veiðarfæri klár í hið sama.

punktalaxasild.jpg

Lesa meira

Komir þú á Grænlandsgrund

Grænlandskynning var í Slysavarnarfélagshúsinu í Neskaupstað fyrr í dag og var húsfyllir. Það var Norðfirðingurinn Stefán  Herbertsson, sem hefur verið viðloðandi Grænland síðustu tíu árin og er nú með fasta búsetu þar, sem var með kynninguna. Frásögn hans af landi og þjóð var ákaflega skemmtileg og umfram allt fróðleg. Það var húsfyllir á fundinum og góður rómur gerður að máli Stefáns.

stefn_herbertsson_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.