Um okkur

Austurfrétt er frétta- og mannlífsvefur sem fjallar um allt það sem gerist á Austurlandi og varðar samfélagið hér. Eigandi Austurfréttar er Austurfrétt ehf. en vefurinn er rekinn af Útgáfufélagi Austurlands ehf. sem einnig gefur út vikublaðið Austurgluggann. Sama starfsfólk er á ritstjórn og sinnir auglýsingum fyrir báða þessa miðla.

Fyrstu skrefin í sögu vefsins voru stigin í lok árs 2007. Var hann þá rekinn undir merkjum Austurgluggans og ritstýrt af þeim sömu og ritstýrðu héraðsfréttablaðinu. Frá ársbyrjun 2010 hefur vefnum hinsvegar verið ritstýrt af Gunnari Gunnarssyni og árið 2012 var félagið Austurfrétt ehf. stofnað um reksturinn. Frá 2010 hefur vefurinn ekki verið ritstjórnarlega tengdur vikublaðinu Austurglugganum, og aldrei verið eignartengsl milli fréttamiðlanna tveggja. Árið 2013 hófu félögin samstarf á ný þegar Útgáfufélag Austurlands gerði samning við Austurfrétt um að skrifa fyrir blaðið undir ritstjórn stjórnarformanns útgáfufélagsins. Árið 2015 tók svo Útgáfufélag Austurlands, með nýjum samningi milli aðila, við rekstri beggja miðla.

  • Markmið vefsins er að vera frétta- og mannlífsvefur. Flytja fréttir úr Austfirðingafjórðungi og ná til og tengja saman Austfirðinga hvar sem þeir eru niðurkomnir í heiminum.
  • Meðaltal heimsókna á vef Austurfréttar liðið ár eru um 8.400 notendur á viku (einstakar IP tölur), samkvæmt samræmdi vefmælingu Modernus.
  • Um 90% umferðar á Austurfrett.is er innlend. Þar á eftir kemur umferð frá Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Kanada, Bretlandi, Spáni og Ástralíu. Það er greinilegt að Austfirðingar fylgjast vel með fréttum að heiman, sama hvar þeir eru niður komnir í veröldinni.
  • Austurfrétt ehf. var stofnað 14. febrúar 2012 til að festa rekstur fréttavefsins í sessi. Félagið er í eigu Gunnars Gunnarsson (40%), Tjörva Hrafnkelssonar (30%), Unnars Erlingssonar (18%), Stefáns Boga Sveinssonar (10%) og Hlyns Gauta Sigurðssonar (2%).
  • Stjórn félagsins skipa Tjörvi Hrafnkelsson, formaður, Unnar Erlingsson og Gunnar Gunnarsson. Varamenn eru Stefán Bogi Sveinsson og Hlynur Gauti Sigurðsson.
  • Framkvæmda- og ritstjóri fréttavefsins er Gunnar Gunnarsson. Markaðsstjóri er Stefán Bogi Sveinsson.

Það er von þeirra sem að Austurfrétt standa að Austfirðingar kunni að meta það sem vefurinn hefur upp á að bjóða og að hann muni stækka og dafna eftir því sem líður á. Á Austurlandi er öflugt samfélag sem verðskuldar öfluga fjölmiðla.

------------------------------------------------------------------------------------------------------

pass GunnarGunnarssonGunnar Gunnarsson - ritstjóri
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. /  beinn sími: 848 1981

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar