Verðmætin í því litla, framandi og einstaka.

Fjöldinn allur af spennandi litlum fyrirtækjum hafa sprottið upp á Austurlandi síðustu ár. Hugvit og dugnaður íbúa hefur skapað fjölda nýrra og spennandi starfa, ekki síst í menningu og ferðaþjónustu; skotið fleiri stoðum undir atvinnulífið, gert mannlífið fjölbreyttara og bæina hver öðrum fegurri.

Lesa meira

Þroskaskeið mannkyns

Í þroskasálfræði er oft talað um að erfiðleikar ýti undir þróun og breytingar. Þetta eru aðstæður sem gera okkur kleift að þroskast, vaxa og styrkjast andlega og læra meira um okkur sjálf. Þannig má segja að þessir fordæmalausu tímar kóróna-faraldursins færi okkur, fyrir utan harm og erfiðleika, líka möguleika til að þroskast og læra af reynslunni, sem einstaklingar, samfélag og sem heimsborgarar.

Lesa meira

Viðspyrna fyrir Austurland

Ríkisstjórnin kynnti nýverið annan áfanga efnahagsaðgerða sinna undir yfirskriftinni „Viðspyrna fyrir Ísland“. Í fyrsta áfanga fyrir um mánuði síðan voru kynntar miklar fjárfestingar í samgöngum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti. Mikill einhugur er um að bregðast hratt við þeim usla sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið um allan heim. Áskorunin er tvíþætt, annars vegar hefur innlend eftirspurn dregist saman og hins vegar er algert frost í ferðaþjónustu á heimsvísu

Lesa meira

Land er undirstaða fullveldis

Nýlega var dreift á Alþingi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á lögum sem varða eignarráð og nýtingu fast- og jarðeigna. Frumvarpið er að mínu viti eitt hið mikilvægasta sem þessi ríkisstjórn hefur boðað. Það er vegna þess að eignarhald á landi er svo geysilega mikilvægt og hefur áhrif áratugi fram í tímann. Að sama skapi gæti það orðið afdrifaríkt til lengri tíma að leyfa núverandi ástandi að viðhaldast.

Lesa meira

Eyja guðanna hefur nýtt ár á krossgötum

Nýársdagur var á Balí í gær í samræmi við Saka dagatalið sem er annað tveggja dagatala sem stuðst er við á Eyju guðanna eins og Balí er jafnan kölluð, en hindúar eru í miklum meirihluta af rúmum fjórum milljónum íbúa eyjarinnar. Alla jafnan eru dagarnir fyrir nýársdag undirlagðir af trúarlegum hátíðarhöldum en í ár kveður við annan tón. Í kjölfar Covid-19 var dregið verulega úr öllum slíkum hátíðarhöldum þótt að héraðsstjórnin á Balí hafi heimilað bænasamkomur.

Lesa meira

Aðgerðir Fljótsdalshéraðs til viðspyrnu vegna áhrifa af Covid19

Þrátt fyrir fyrirsjáanlega tekjuskerðingu þá mun þjónusta gagnvart íbúum Fljótsdalshéraðs ekki verða skert né stendur til að draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins heldur er horft til að þess að auka heldur við fyrirhugað viðhald og framkvæmdir á vegum þess.

Lesa meira

Fjárfestum í flugvöllum

Nú þegar aðeins er boðið upp á eitt flug á dag milli Egilsstaða og Reykjavíkur og flugumferð í heiminum dregst saman dag frá degi, skýtur kannski skökku við að skrifa um flugvelli.

Lesa meira

Tækifærin í tímabundnu ástandi

Þetta eru óvenjulegustu tímar sem ég hef upplifað í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Austurbrúar. Já, sennilega mætti taka dýpra í árinni og segja að þetta séu einfaldlega óvenjulegustu dagar sem maður hefur upplifað sem manneskja og þátttakandi í samfélaginu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.