Stefnumörkun undir hæl ISAVIA

Nú liggur fyrir að ISAVIA innanlandsflugvellir ehf. hefur hafið gjaldtöku á bílastæðum við Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll. Í fyrri greinum hef ég fjallað um álitamál um lögmæti gjaldtökunnar. Aðrar hliðar málsins hafa veitt forvitnilega innsýn í hvernig hlutirnir gerast á eyrinni.

Lesa meira

Ert þú í tengslum?

Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem byggir á nýrri hugsun í þjónustu við þennan stækkandi hóp í samfélagi okkar. Áætlunina fékk ég samþykkta á Alþingi í fyrra. Með henni er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, meðal annars með því að gera hana einstaklingsmiðaðri. Jafnframt er áhersla lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsueflingu en með virkni og félagslegri samveru er stuðlað að heilbrigðri öldrun.

Lesa meira

Viljayfirlýsing landsbyggðarfjölmiðla til samstarfs og áskorun til menningar- og viðskiptaráðherra

Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi fjölmiðla undanfarin ár með þeim afleiðingum að rekstur margra héraðsfréttamiðla er kominn að þolmörkum. Má þar nefna breyttan fjölmiðlalestur yngra fólks, breytingar á auglýsingamarkaði, hærri póstburðargjöld og hækkun verðlags. Auglýsingar hafa í vaxandi mæli ratað á erlenda samfélagsmiðla og streymisveitur.

Lesa meira

Ráðherra ber mikla ábyrgð

Svæðisráð, Skipulagsstofnun og ráðherra horfðu alfarið fram hjá athugasemdum Farice ehf. um það að sjókvíaeldi ætti ekki heima í nánd við Farice-1 sæstrenginn. Strandsvæðaskipulagsvinnan tryggði ekki öryggi Farice-1 strengsins og enn hefur ekki verið gengið frá því við Farice ehf.

Lesa meira

Landsbyggðarskattur í uppgangi

Skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðist síst vera að minnka. Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu svo sem á póstflutningum og í bankarekstri. Nýjasta útspilið er svo landsbyggðaskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum.

Lesa meira

Hver er ekki með hálfa milljón í rassvasanum?

Það er enginn undirbúinn fyrir það að greinast með krabbamein, hvað þá heldur aðstandendurnir sem elska hann, hafa planað og séð fyrir sér alla framtíðina með viðkomandi.

Lesa meira

Frítt að leggja í fimm daga

Það hefur löngum þótt dýrt að fljúga innanlands og með tilkomu fyrirhugaðra bílastæðagjalda leggjast enn frekari álögur á flugfarþega í innanlandsflugi. Vandamálið sem líklega er verið að reyna að sporna við er það að bílum sé ekki lagt á flugvöllunum vikum eða mánuðum saman. Ég hef séð það persónulega þegar bílum er lagt til vetrardvalar, sem gengur auðvitað ekki upp og eðlilegt væri að yrði rukkað fyrir því það er mikilvægt að bílastæðin nýtist sem allra best fyrir flugfarþega.

Lesa meira

Hroki og ósvífni

Eru engin takmörk fyrir hroka, ósvífni og yfirgangi eins fyrirtækis? Kaldvík er nýtt nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum og var skráð í kauphöllina 28. maí síðastliðinn. Kaldvík lætur ekki deigan síga og birti áróðursauglýsingu um almenn fiskeldisstörf í Seyðisfirði, sem hugsanlega geta þó verið annars staðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.