Það vakti athygli og umtal að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skyldu velja Egilsstaði sem eina áfangastað sinn á Austurlandi í hringferð um landið í vikunni.
Það fer fátt eins mikið í taugarnar á Norðfirðingum og austfirskum málvöndunarsinnum og þegar valin er röng forsetning þegar vísað er til dvalar eða staðsetningar í kaupstaðnum góða á Nesi.
Fyrirsögn Vísis frá í gær að Svandís Svarsdóttir matvælaráðherra muni tilkynna um ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum hefur orðið að miklu háðsvopni í höndum netverja þar sem Egilsstaðir hafa sjaldan verið þekktir fyrir mikla útgerð.
Einmuna blíða er víðast hvar á Austurlandi í dag og raunar um allt Norðausturhorn landsins. Hiti fór yfir 20 stig á Egilsstöðum í hádeginu og samfélagsmiðlar loga af innibyrgðu veðurgrobbi Héraðsbúa, sem ekki fengu mikil tækifæri til að viðra það (hohoho) síðasta sumar.
Yfirmenn á togurum Bæjarútgerðarinnar í Neskaupstað þurftu að beita ýmsum aðferðum til að manna skip sín í lok sjötta áratugarins. Þeir sem voru ráðnir fengu ekki alltaf langan fyrirvara til að gera sig ferðbúna.
Dómsmálaráðherra kynnti í síðustu viku áform um að loka fangelsinu á Akureyri fyrir fullt og allt. Þau tíðindi urðu félögunum Birni Hafþóri Guðmundssyni og Stefáni Bragasyni að yrkisefni.
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að gengið hefur á með gulum og appelsínugulum viðvörum í meira en mánuð. Philip Vogler á Egilsstöðum samdi nýverið gargaraljóð sem hann segist hafa samið „andspænis öllum gulum og jafnvel dekkri viðvörunum“
„Þessi kosningabarátta er farin að taka á sig nýja mynd sem ég hef ekki séð áður í mínu kosningastússi,“ sagði Einar Már Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi Fjarðalistans í framsöguræðu sinni á framboðsfundi á Breiðdalsvík í gærkvöldi.