„Til að skjóta vel þarf mikinn aga“

Daníel Baldursson úr Skotíþróttafélagi Austurlands (SKAUST) varð í íslenska landsliðinu sem varð í fimmta sæti í keppni með trissuboga á Evrópumóti U-21 árs í bogfimi innanhúss. Það er besti árangur sem liðið hefur náð. Daníel varð svo í 17. sæti í einstaklingskeppninni og stefnir á að ná enn lengra í greininni.

Lesa meira

Fótbolti: FHL með áttunda sigurinn í röð

FHL vann sinn áttunda sigur í röð í Lengjudeild kvenna um helgina. Liðið er hársbreidd frá því að fara upp um deild. KFA tapaði mikilvægum leik gegn Víkingi Ólafsvík í toppbaráttu annarrar deildar karla.

Lesa meira

Birna Jóna á leið á EM í frjálsum

Birna Jóna Sverrisdóttir, frjálsíþróttakona frá Egilsstöðum, tekur þátt í Evrópumóti 18 ára og yngri sem haldið verður í næstu viku. Hún sótti silfurverðlaun á alþjóðlegu móti um síðustu helgi.

Lesa meira

„Árin þrjú hafa gert mig að grjóthörðum stuðningsmanni Hattar“

Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson hefur yfirgefið Hött eftir þriggja ára starf sem annar tveggja þjálfara meistaraflokks og yfirþjálfari yngri flokka. Á þessum tíma hefur meistaraflokknum tekist að halda sér í úrvalsdeild karla og komast í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið í sögu félagsins auk þess sem fjöldi yngri iðkenda hefur tvöfaldast.

Lesa meira

Knattspyrna: KFA komið upp í annað sætið

Lið KFA er komið upp í annað sætið í annarri deild karla eftir fjóra sigurleiki í röð. Liðið vann Þrótt Vogum um helgina í miklum baráttuleik.

Lesa meira

Fótbolti: FHL komið í sex stiga forustu

FHL er komið með sex stiga forustu á toppi Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Selfossi um helgina. Í annarri deild kvenna er Einherji á skriði.

Lesa meira

Ná árangri í tölvuleikjum og viðhalda tengslum

Um fjögur ár eru síðan nýjasta deildin innan Ungmennafélagsins Austra var stofnuð og hefur sú deild vaxið og dafnað vel á þeim tíma. Hér verið að meina rafíþróttadeild félagsins, hvers forsprakkar hafa verið duglegir að koma deildinni á framfæri. Nánast frá upphafi hefur verið boðið upp á ýmis konar námskeið og leiðsögn fyrir börn og unglinga sem vilja ná árangri í hinum og þessum tölvuleikjum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.