Viktor þrefaldur Íslandsmeistari

Tveir keppendur frá UÍA mættu til leiks á Unglingameistaramót Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór í Hafnarfirði á dögunum. Alls uppskáru þeir fimm verðlaun.

Lesa meira

Gat valið á milli Seyðisfjarðar og Flórída

Margir Austfirðingar kannast við Ljubisa Radovanovic, eða bara Ljuba, sem þjálfað hefur yngri flokka Hattar í knattspyrnu undanfarin ár og spilaði þar áður og þjálfaði hjá Huginn Seyðisfirði. Ljuba er fæddur í Serbíu en kom fyrst til landsins til að spila árið 2000. Hann segir það hafa verið mikil viðbrigði að koma inn í íslenska boltann sem þá hafi snúist mest um að sparka langt, hlaupa og berjast.

Lesa meira

Team Rynkeby hjólar um Austfirði

Um fjörtíu hjólreiðamenn á vegum Team Rynkeby verða á ferðinni um Austfirði í dag og á morgun. Undir venjulegum hringumstæðum væri hópurinn að hjóla frá Danmörku til Parísar og safna áheitum til styrktar góðu málefni. Velja þurfti aðra leið í ár.

Lesa meira

Fimmtán ára skoraði tvö á Vilhjálmsvelli

Lið Hattar/Hugins hefur farið fremur illa af stað í upphafi móts og sat fyrir helgina á botni 3. deildar karla í knattspyrnu. Liðið náði sér hins vegar í mikilvæg stig þegar liðið hafði 3-1 sigur á Álftnesingum á sunnudag. Þorlákur Breki Þ. Baxter fór fyrir heimamönnum og skoraði tvö mörk, en hann er aðeins 15 ára gamall.

Lesa meira

Tveir Íslandsmeistaratitlar og mótsmet

Sjö keppendur frá UÍA tóku þátt í Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór á Sauðárkróki fyrir rúmri viku. Héraðsbúinn Björg Gunnlaugsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari og setti mótsmet.

Lesa meira

Færri komust að en vildu á torfærukeppni

Isavia torfæran fór fram í Ylsgrúsum, skammt frá Egilsstöðum, nú um helgina. Mikil fjöldi áhorfenda lét sjá sig, svo margir að einhverjir urðu frá að hverfa þegar búið var að ná þeim fjöldatakmörkunum sem skipuleggjendur höfðu sett í samráði við sóttvarnayfirvöld.

Lesa meira

Meirháttar tilfinning að landa titlinum

Haraldur Gústafsson úr SkAust varð um helgina Íslandsmeistari í bogfimi með sveigboga. Þetta er fyrsti titill Haraldar utanhúss í opnum flokki en hann hefur verið í fremstu röð bogfimimanna hér á landi undanfarin ár. Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann einnig til verðlauna á mótinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.