


Knattspyrna: Sigrar hjá Spyrni og Einherja
Spyrnir í fimmtu deild karla og Einherji í annarri deild kvenna voru þau austfirsku lið sem unnu leiki sína á Íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina.
Knattspyrna: FHL byrjaði á sigri á KR - Myndir
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann KR 2-1 í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Þjálfari FHL segir aðalatriði sumarsins að halda áfram öruggu sæti í deildinni og halda áfram að byggja upp unga leikmenn.
Skíði: Horfa verður í þarfir hvers einstaklings
Þrír af fimm keppendum í Stjörnuflokki á Andrésar Andar leikunum á skíðum í ár voru af Austurlandi. Í þeim flokki skíða börn sem þurfa sérstakan stuðning og keppa þá ýmist í braut með sínum aldursflokki eða í braut sem hæfir þeim sérstaklega. Þjálfari hjá Skíðafélaginu í Stafdal (SKÍS) segir foreldra þakkláta fyrir þann stuðning sem börnunum sé sýndur.
Þau sem prófuðu glímuna komu næstum alltaf aftur
Kristín Embla Guðjónsdóttir frá Reyðarfirði varð í síðasta mánuði glímudrottning Íslands í þriðja sinn. Hún segist hafa fylgt vinkonu sinni á fyrstu glímuæfinguna tíu ára gömul og fljótt orðið hugfangin af íþróttinni.
Félagaskipti austfirsku kvennaliðanna
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Einherji hefja leik í Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu í dag. Austurfrétt hefur tekið saman helstu breytingar á leikmannahópum liðanna milli ára.
Samið um nýtt gervigras á Fellavöll
Íþróttafélagið Höttur mun taka að sér að leggja nýtt gervigras á Fellavöll, samkvæmt samningi við Múlaþing. Þar með er farin svipuð leið og gert var við byggingu fimleikahússins á Egilsstöðum.