Einmuna blíða er víðast hvar á Austurlandi í dag og raunar um allt Norðausturhorn landsins. Hiti fór yfir 20 stig á Egilsstöðum í hádeginu og samfélagsmiðlar loga af innibyrgðu veðurgrobbi Héraðsbúa, sem ekki fengu mikil tækifæri til að viðra það (hohoho) síðasta sumar.
Vel viðrar á Austfirðinga í dag og útlit er fyrir að svo verði áfram allra næstu daga. Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í dag var á Egilsstaðaflugvelli upp úr hádeginu 21,7°C.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.