Fréttir
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum á næsta ári
Laugardaginn 16. október var undirritaður samstarfssamningur milli Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, um Unglingalandsmót UMFÍ 2011.UÍA verður framkvæmdaaðili mótsins 2011 sem haldið verður um verslunarmannahelgina á næsta ári. Undirritun samningsins fór fram á sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Hótel Héraði helgina 16. og 17. október síðastliðinn.