Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Sólarhringur í fyrstu sprenginguna

nordfjardargong 13112013 webSléttur sólarhringur er nú í að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sprengi fyrstu formlegu sprenginguna við gerð nýrra Norðfjarðarganga.

Gestir munu safnast saman nálægt gangnamunnanum í Eskifirði klukkan 16:00 en ráðherra ræsir sprenginguna klukkan 16:15.

Verktakarnir: Metrostav AS og Suðurverk hf. bjóða síðan gestum að þiggja veitingar í tilefni dagsins kl. 16:30 í Valhöll á Eskifirði.

Á meðfylgjandi mynd má sjá undirbúning fyrir gangagröftinn, þar sem búið er að hlaða í sprengingu fyrir vegskála, þar sem hann mætir jarðgöngunum. Stafninn var síðan hulinn með gúmmímottum áður en sprengt var. Myndina tók Guðmundur Þór Björnsson/Hnit hf.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.