Norðfjarðargöng

Um göngin

Nordfjardargong 1209e
Nordfjg Kort
Nordfjg Eskifj

Nokkrar gagnlegar og áhugaverðar upplýsingar um framkvæmd Norðfjarðarganga og samanburður við Oddskarðsgöngin.

Jarðgöng og vegir

Jarðgöngin muni liggja í gegnum fjallgarðinn vestan þéttbýlisins í Eskifirði að Fannardal innst í Norðfirði.

Lengd ganga í bergi er 7.542 m, vegskálar 120 m og 246 m samtals 366, samtals göng 7.908 m. Gólf í göngum fer mest í 175 m hæð y.s. í miðjum göngunum og er mesti lengdarhalli 3,0 %. Áætlað er að um 420 þús. m3 af sprengdu bergi muni falla til við jarðgangagerðina og verður hluti þess notaður í fyllingar og burðarlög við vegagerðina.

Nýr vegur verður byggður beggja vegna gangamunna. Nýir vegir eru u.þ.b. 2 km Eskifjarðarmegin og 5,3 km Norðfjarðarmegin, samtals um 7,3 km. Vegurinn verður 8 m breiður með 7 m breiðri akbraut, með bundnu slitlagi. Mestu fyllingar eru nálægt gangamunnum, 9,3 m háar Eskifjarðarmegin og 8 m háar Norðfjarðarmegin.

Einnig verða gerðar tvær brýr, Eskifjarðará 38 m og Norðfjarðará 48 m og verða þær boðnar út sérstaklega

Helstu magntölur:
Gröftur jarðganga 420.000 m3
Sprautusteypa 17.000 m3
Steinsteypa 3.000 m3
Forskering 100.000 m3
Fylling 650.000 m3

Myndin hér að ofan var útbúin sem upplýsingagraf vegna framkvæmdarinnar og birt á vef Austurfréttar árið 2012. Þar er að finna nokkrar áhugaverðar og skemmtilegar upplýsingar um framkvæmdina sem og samanburð á Norðfjarðargöngunum og göngunum í Oddskarði.

 

Framkvæmd Norðfjarðarganga

Framkvæmd Norðfjarðarganga nær ekki aðeins yfir gröft jarðganga. Að auki er smíði vegaskála, klæðning, vatns- og raflagnir ásamt vegagerð að göngum.

Framkvæmdin sem hér um ræðir nær yfir gröft jarðganga, smíði vegskála við gangaenda, klæðingu ganga, jarðvatnslagnir og rafbúnað ásamt vegagerð í göngum og vegagerð að göngum.

Lengd ganga í bergi er áætluð 7.542 m, vegskálar 120 m og 246 m eða samtals 366 m Heildarlengd ganga með vegskálum er áætluð 7.908 m. Gólf í göngum fer mest í 175 m hæð y.s. í miðjum göngunum og er mesti lengdarhalli 3,0 %. Þversnið er samkvæmt norskum reglum og nefnist T8, breidd þess er um 8,0 m í veghæð, þverskurðarflatarmál 53 m2. Í göngum eru 14 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru 4 steypt tæknirými og 2 við hlið vegskála. Göngin eru malbikuð með steyptum upphækkuðum öxlum.

Byggður verður steinsteyptur undirgangur með vegskálaþversniði undir veginn Eskifjarðarmegin fyrir umferð frá bænum inn í dalinn.

Nýr vegur verður byggður beggja vegna gangamunna. Nýir vegir eru u.þ.b. 2 km Eskifjarðarmegin og 5,3 km Norðfjarðarmegin, samtals um 7,3 km. Vegurinn verður 8 m breiður með 7 m akbraut.

Fyrirhugaður gangamunni að sunnan verður rétt innan við gamla Eskifjarðarbæinn, munni verður þar í um 15 m hæð yfir sjó. Göngin eru að þremur fjórðu hlutum einhalla frá Eskifirði upp til Fannardals í Norðfirði með 3,0 % halla, einn fjórði hluti hallar niður til Fannardals með 1.5% halla. Munni Norðfjarðarmegin verður í 125 m hæð yfir sjó í landi Tandrastaða.

Rafmagnsbúnaður og öryggisbúnaður er fjölþættur, mest af búnaðinum er í 6 tæknirýmum meðal annars 6 spennistöðvar. Símaskápar eru einu skáparnir sem festir eru á veggi ganga, allir aðrir rafbúnaðarskápar eru í tæknirýmum. Loftræsiblásarar 1 m í þvermál, eru 20 og eru tveir og tveir saman á 4 svæðum við tæknirýmin inni í göngunum.

Í tengslum við vegagerð að göngum þarf að byggja nýjar brýr á Norðfjarðará og Eskifjarðará, en bygging þeirra verður í sérstökum útboðum.

Framvinda og áætlun

Forval fór fram síðla árs 2012 og sóttust þrír verktakar og verktakasamsteypur um að bjóða í göngun og voru allir metnir hæfir, þeir eru

ÍAV hf., Reykjavík og, Marti Contractors Ltd., Switzerland.

Ístak hf., Reykjavík.

Metrostav a.s. Czech republic og Suðurverk hf., Reykjavík.

Þessir aðilar fengu útboðsgögn 20 febrúar og er áætlaða að tilboðum verði skilað 9. Apríl.

Áætlaða er að undirbúningsframkvæmdir á staðnum hefjist síðla sumars og og gangagerð Eskifjarðarmegin síðla hausts og Eskifjarðarmegin haustið 2014. Grafa á um 2/3 frá Eskifirði og 1/3 frá Norðfirði þar sem meiri hluti ganganna hallar upp til Norðfjarðar. gegnumbrot gæti orðið snemma ár 2016.

Eftri gegnumbrot tekur við vinna við lokastyrkingar, klæðingar , vegagerð og raflagnir auk þess sem smíða þarf vegskála. áætlaða er að göngin verði opnuð til umferðar í september 2017

Brú á Norðfjaraðrá verður smíðuð 2013 og brúa á Eskifjarðará 2015, vegagerð að göngunum mun hefjast starx 2013 Norðfjarðarmegin en mest verður líklega unnið að vegagerð 2015 til 2017.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.