Norðfjarðargöng: Heilög Barbara á sinn stað í kvöld

Áður en fyrsta haftið var sprengt í göngunum í dag var búið að höggva litla syllu rétt við gangnamunnann Eskifjarðarmegin. Líkneskið var komið á svæðið en eðlilega ekki sett upp fyrr en að lokinni sprengingunni. Von var á kaþólskum presti til að stýra lítilli athöfn þegar líkneskinu yrði komið á sinn stað.
Tékkneska verktakafyrirtækið Metrostav er aðalverktaki ganganna ásamt Suðurverki. Kaþólsk trú er þjóðtrú í Tékklandi.
