Norðfjarðargöng

Austurvarp: Séð fyrir endann á 30 ára bið eftir göngum

nordfjardargong bomba hanna birna webAustfirðingar sjá nú fyrir endann á um þrjátíu ára bið eftir nýjum Norðfjarðargöngum. Fyrsta haftið að nýju göngunum var sprengt við Eskifjörð í dag að viðstöddu fjölmenni.

Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sem ýtti á takkann undir handleiðslu Þóris Árnasonar, sprengjustjóra hjá Suðurverki.

Þetta er í fyrsta skipti sem kona sprengir fyrir jarðgöngum á Íslandi. Hanna Birna sagði eftir athöfnina að það hefði verið „ferlega gaman" að ýta á takkann.

Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, óskaði Austfirðingum til hamingju með daginn og rifjaði upp að eitt fyrsta verkið sem honum hefði verið falið þegar hann byrjaði að vinna hjá Vegagerðinni hefði verið að skoða möguleikann á nýjum göngum.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar