Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Búið að grafa tæpa 35 metra

nordfjardargong bomba 0004 webÍ lok síðustu viku var búið að grafa 34,8 metra af nýjum Norðfjarðargöngum eða 0,5% af heildarlengd ganganna. Þar af voru fimm metrar sprengdir við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn var.

Áætlað er að heildarlengd ganganna í bergi verði 7.542 metrar en þar fyrir utan bætast við 366 metrar af steyptum vegskálum.

Um það bil 100 metra hækkun er inni í göngunum á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Það eru tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk sem eru aðalverktakar ganganna en sprengjusérfræðingar þeirra stýrðu sprengingunni á fimmtudaginn var.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar