Norðfjarðargöng: Sigmundur Davíð rauf 500 metra múrinn
Fimm hundruð metra múrinn í greftri nýrra Norðfjarðarganga var rofinn í gær. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem var á ferð um svæðið í kjördæmaviku sprengdi áfangann.Með honum í för voru Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Sigurður Egilsson, starfsmaður forsætisráðuneytisins.
Gestirnir fóru inn að stafni í fylgd með starfsmönnum eftirlits og verktaka og fylgdust með þegar verið var að hlaða sprengiefni í stafninn. Þegar stafninn var fullhlaðinn, sprengdi Sigmundur Davíð færuna og rauf þar með 500 metra múrinn.
Mynd 1: Stafninn og hleðsluvinnan skoðuð. Frá vinstri: Sigurður Egilsson, starfsmaður forsætisráðuneytisins, Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Ales Gothard, verkefnisstjóri Metrostav, Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Mynd 2: Stafninn að verða hlaðinn. Frá vinstri: Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Ales Gothard, verkefnisstjóri Metrostav og Birgir Jónsson, Hnit verkfræðistofa hf.
Mynd 3: Ales Gothard fræðir gestina um jarðgangagerðina.
Ljósmyndir: Ófeigur Örn Ófeigsson, Hnit verkfræðistofa