Nýju Norðfjarðargöngin orðin lengri en Oddsskarðsgöng
Áfanga var náð í gerð Norðfjarðarganga í gær, þegar lengd sprengdra ganga fór í 643 metra. Þau eru því orðin lengri en núverandi jarðgöng í Oddsskarði sem eru skráð 640 metrar, að vegskálum meðtöldum.Oddsskarðsgöngin voru grafin á árunum 1972-1977, eða á um fjórum árum. Það hefur tekið rösklega fjóra mánuði að sprengja tvíbreið göng jafnlöng hinum þröngu Oddsskarðsgöngum.
Þegar yfir lýkur verða Norðfjarðargöng ríflega 7,5 km og er áætlaður verktími um 4 ár, svipað því sem tók að byggja Oddsskarðsgöng.
Í síðustu var grafinn 71 metri í göngunum en búið er að bora 8,5% af heildarlengd gangnanna.
Mynd 1: Snjóþungt getur verið við Oddsskarðsgöng.
Mynd 2: Þunnt rautt millilag er nú í stafni, þegar grafnir hafa verið rúmlega 640 metrar í Norðfjarðargöngum. Ekki er þó búist við að það verði til vandræða.
Myndir: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit