Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Jarðfræðinemar í heimsókn í Fannardal

april09042014Nemendur í áfanga í jarðfræði við Verkmenntaskóla Austurlands heimsóttu í gær Fannardalshluta nýrra Norðfjarðarganga og litaðist þar um. Farið var inn að stafni og skoðaðar aðstæður meðan unnið var að borun næstu sprengifæru, ríflega 240 m inni í fjallinu.

Þau fræddust um hvernig jarðgangagerðin gengur fyrir sig, hvernig jarðfræðin hefur verið kortlögð, hvers er að vænta og hvaða áhrif mismunandi aðstæður hafa á jarðgangagerðina. Þetta var flottur hópur sem sýndi verkefninu almennt mikinn áhuga.

Hópurinn var áhugasamur en hann var undir forustu Þórðar Júlíussonar, sem kennir jarðfræði við VA í ár.

Hópurinn við gangamunnann í Fannardal. Þórður Júlíusson, kennari, lengst til vinstri og Guðmundur Þór Björnsson, Hnit verkfræðistofu, lengst til hægri. Mynd: Ófeigur Ö. Ófeigsson/Verkfræðistofan Hnit

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.