Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Framvinda eykst á ný Eskifjarðarmegin

mai16052014 1Þegar um 20% hafa verið grafin af Norðfjarðargöngum er áhrifa setlagsins Eskifjarðarmegin loksins hætt að gæta og hægt að hefja fulla vinnslu á ný.

Þrátt fyrir að setlagið hafi horfið upp úr þekjunni nokkrum dögum áður, þá var bergfleygurinn undir því enn of þunnur til að bera uppi þungann af 6-7 metra þykku setinu, svo nauðsynlegt var að halda áfram með styttri færur og miklar styrkingar.

Það var því létt yfir mönnum þegar sprengdar voru fullar færur í byrjun vikunnar. Vonandi verður góður gangur næstu vikurnar.

Í Fannardal hægðist heldur á framvindunni, þegar blágrænt setbergslag, um 3 m á þykkt kom niður úr þekjunni. Neðsti hluti þess var þéttur að sjá, en ofar var setbergið lagskipt og veikburða og er full ástæða til að styrkja lagið vel.

Mynd 1: Jarðfræðingur Metrostav kortleggur jarðfræðina Eskifjarðarmegin.
Mynd 2: Mælingamaður Metrostav mælir form ganganna með mikilli nákvæmni.
Mynd 3: Steypubíll með sprautusteypu bakkar í gegnum steypubogasvæðið Eskifjarðarmegin.
Mynd 4: Í Fannardal kom lagskipt, grænblátt setbergslag niður úr þekju. Lagið kallar á auknar styrkingar, en ekki er búist við að þess gæti lengi.

Ljósmyndir: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa hf.

mai16052014 2mai16052014 3mai16052014 4

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.